Frakkastígsreitur

Frá upphafi var gengið útfrá metnaðarfullri hönnun íbúðarhúsnæðis á þessum einstaka stað í miðborg Reykjavíkur. Við hönnun verkefnisins var horft til þess að hanna byggingar sem falla vel að umhverfinu með minni í gamla byggingahefð. Húsin ramma inn skjólgóðan garð með fallegri lýsingu, beðum og gróðri.

Á reitnum eru 67 íbúðir og verslanir/veitingastaðir á jarðhæðum við Frakkarstíg og Hverfisgötu. Um er að ræða 5 hæða hús sem eru við Hverfisgötu 58a, 58b, Frakkarstíg 8c, 8d og 8e (hús sem er í garðrými). Í hverju stigahúsi er lyfta í sameiginlegum stigagangi.

Burðarkerfi húsanna er staðsteypt á hefðbundinn hátt, útveggir filtmúraðir og málaðir og steinaðir í bland, á jarðhæð Hverfisgötu og hluta Frakkastígs eru mósaík flísar úr náttúrustein. Íbúðum verður skilað fullfrágengnum án gólfefna, fyrir utan votrými sem eru flísalögð. Sameign og lóð skilast frágengin samkvæmt skilalýsingu þessari og með hliðsjón af teikningum hönnuða.